Klappir Grænar Lausnir hf. - Niðurstöður aðalfundar 2024

Klappir Grænar Lausnir hf. - Niðurstöður aðalfundar 2024

GlobeNewswire

Published

Aðalfundur Klappa Grænna Lausna hf. var haldinn 14. maí 2024.

Mætt var fyrir 87,64% atkvæða.

Hér verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum fundarins:

*Ársreikningur*

Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins fyrir árið 2023.

*Hagnaður ársins 2023*

Samþykkt var að greiða ekki arð til hluthafa vegna ársins 2023 en að hagnaður ársins 2023 leggist við eigið fé félagsins.

*Stjórnarkjör*

Sjálfkjörið var í stjórn félagsins:

Ágúst Einarsson, Hildur Jónsdóttir, Sigrún Hildur Jónsdóttir, Sigurður Þórarinsson og Vilborg Einarsdóttir.

*Kosning endurskoðanda*

Endurskoðunarfélag: Jón Arnar Óskarsson endurskoðandi hjá KPMG.

*Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna*

Samþykkt voru óbreytt stjórnarlaun eða sem nemur kr. 50.000 fyrir hvern setinn stjórnarfund.

*Tillaga um starfskjarastefnu*

Tillaga að starfskjarastefnu var lögð fram óbreytt og var samþykkt.

Að loknum aðalfundi fundaði hin nýja stjórn og skipti með sér verkum. Ágúst Einarsson var kjörinn formaður stjórnar félagsins.

*Attachment*

· Starfskjarastefna_2024

Full Article